Pétur Ben mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2011 10:39 Tónlistarmaðurinn og ljúflingurinn Pétur Ben verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu 977. Hann mætir í liðinn "Selebb shuffle" núna á sunnudag þar sem gestir tengja mp3 safnið sitt og stilla á shuffle. Hann ber svo sjálfur ábyrgð á öllu sem fer í loftið. Pétur gaf nýverið út breiðskífu í samstarfi við tónlistarmanninn Einar Tönsberg, betur þekktur sem Eberg. Platan heitir Numbers Game og er fáanleg allstaðar. Samstarf þeirra félaga hófst eftir ótrúlega velgengni auglýsingastefs er þeir félagar sömdu og fluttu fyrir símafyritækið Nova og þjóðin sönglaði í huga sér svo mánuðum skipti - hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Í vikunni slepptu þeir svo öðru lagi lausu í spilun - en það heitir Over and over. Platan er töluvert poppaðri en platan Wine for my Weakness - sem kom út árið 2006 og er enn eina sólóplata Péturs. Frá útgáfu hennar hefur Pétur aðallega starfað með öðrum, bæði sem upptökustjóri fyrir hina og þessa tónlistarmenn. Þar á meðal fyrir Bubba Morthens og Ellen Kristjánsdóttur auk þess sem hann hefur verið liðsmaður í undirleikssveit Mugison. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og ljúflingurinn Pétur Ben verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu 977. Hann mætir í liðinn "Selebb shuffle" núna á sunnudag þar sem gestir tengja mp3 safnið sitt og stilla á shuffle. Hann ber svo sjálfur ábyrgð á öllu sem fer í loftið. Pétur gaf nýverið út breiðskífu í samstarfi við tónlistarmanninn Einar Tönsberg, betur þekktur sem Eberg. Platan heitir Numbers Game og er fáanleg allstaðar. Samstarf þeirra félaga hófst eftir ótrúlega velgengni auglýsingastefs er þeir félagar sömdu og fluttu fyrir símafyritækið Nova og þjóðin sönglaði í huga sér svo mánuðum skipti - hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Í vikunni slepptu þeir svo öðru lagi lausu í spilun - en það heitir Over and over. Platan er töluvert poppaðri en platan Wine for my Weakness - sem kom út árið 2006 og er enn eina sólóplata Péturs. Frá útgáfu hennar hefur Pétur aðallega starfað með öðrum, bæði sem upptökustjóri fyrir hina og þessa tónlistarmenn. Þar á meðal fyrir Bubba Morthens og Ellen Kristjánsdóttur auk þess sem hann hefur verið liðsmaður í undirleikssveit Mugison. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira