Körfubolti

Irving valinn fyrstur í nýliðavali NBA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyrie Irving með David Stern í nótt.
Kyrie Irving með David Stern í nótt. Mynd/AP
Cleveland Cavaliers átti fyrsta valrétt í nýliðavali NBA og það kom fáum á óvart að félagið valdi leikstjórnandann Kyrie Irving frá Duke-háskólanum.

Cleveland átti erfitt uppdráttar í NBA-deildinni í vetur eftir að félagið missti LeBron James til Miami en sér nú fram á betri tíð. Liðið ætlar sér að byggja upp nýtt lið í kringum Irving.

Framherjinn Derrick Williams var valinn næstur og leikur hann með Minnesota Timberwolves á næstu leiktíð. Tyrkneski miðvörðurinn Enes Kanter var þriðji í valinu og gengur hann nú til liðs við Utah Jazz.

Það var nóg um að vera í gær en lið skiptust bæði á valréttum og leikmönnum á síðustu stundu. Nýliðavalið fór þó fram í skugga yfirvofandi verkfalls leikmanna NBA-deildarinnar vegna launadeilna og óvíst hvort að nýliðarnir þurfi að bíða óvenju lengi eftir sínum fyrsta leik í NBA-deildinni.

Hér má sjá allt um nýliðavalið í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×