Körfubolti

Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar er eflaust ekki sáttur við taprekstur hjá 22 liðum af alls 20.
Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar er eflaust ekki sáttur við taprekstur hjá 22 liðum af alls 20. AP
Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning.  NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala  á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum. 

Taprekstur var hjá 22 liðum af alls 30. Margt bendir til þess að leikmann deildarinnar fari í verkfall líkt og gerðist tímabilið 1998-199 en þá léku liðin aðeins 50 deildarleiki en ekki 82.

Eigendurnir vilja að launakostnaður leikmanna verði 50% af heildarveltunni en að undanförnu hefur launakostnaðurinn verið nær 60% af veltunni.

David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar segir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi en hann vonast til þess að margt gerist á fundi eigenda og leikmannasamtakana  sem fram fer í dag, fimmtudag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×