Notalega hrjúfur Trausti Júlíusson skrifar 6. júlí 2011 15:00 Tónlist. Leiðin til Kópaskers með Hnotubrjótunum. Áður en Heimir Már Pétursson gerðist fréttamaður var hann söngvari í hljómsveitinni Reflex sem margir muna vel eftir frá tónlistarhátíðinni Melarokki sumarið 1982. Heimir hefur undanfarin ár lítið komið nálægt tónlist að því undanskildu að hann hefur samið texta fyrir bróður sinn Rúnar Þór. Leiðin til Kópaskers markar því endurkomu hans í tónlistina. Heimir Már syngur lögin á plötunni og semur þar að auki flesta textana og nokkur lög. Þór Eldon er með honum í Hnotubrjótunum. Hann spilar á gítar og hljómborð, útsetur, tekur upp og hljóðblandar, en að auki koma fjölmargir hljóðfæraleikarar við sögu, þar á meðal Ari Eldon bassaleikari, Egill Örn Rafnsson trommuleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari. Leiðin til Kópaskers er mjög persónuleg plata og greinilegt að hún er ekki síst gerð aðstandendum til ánægju. Lagavalið er fjölbreytilegt. Þarna eru m.a. gömul Reflex-lög eins og Að takmörkuðu leyti og Myrkir dagar, tökulög með íslenskum textum (Ne me quitte pas, You Belong to Me, Love Is Real og You Got to Hide Your Love Away) og nýrri lög. Heimir Már er ágætis textahöfundur og textarnir gefa plötunni gildi. Útsetningarnar eru fínar. Þetta eru frekar hráar rokkútsetningar sem hæfa lögunum og söng Heimis Más vel, en hann hefur notalega hrjúfa rödd sem minnir á bróður hans. Hljóðfæraleikararnir skila sínu vel og sýna oft fín tilþrif, t.d. Þórir Baldursson á Hammondinn í Vor í Vaglaskógi og Vilberg Viggósson á píanó í Ne me quitte pas. Á heildina litið er þetta ágætis plata. Tilgerðarlaus og skemmtileg. Niðurstaða: Gamli Reflex-söngvarinn snýr aftur á skemmtilegri plötu. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Leiðin til Kópaskers með Hnotubrjótunum. Áður en Heimir Már Pétursson gerðist fréttamaður var hann söngvari í hljómsveitinni Reflex sem margir muna vel eftir frá tónlistarhátíðinni Melarokki sumarið 1982. Heimir hefur undanfarin ár lítið komið nálægt tónlist að því undanskildu að hann hefur samið texta fyrir bróður sinn Rúnar Þór. Leiðin til Kópaskers markar því endurkomu hans í tónlistina. Heimir Már syngur lögin á plötunni og semur þar að auki flesta textana og nokkur lög. Þór Eldon er með honum í Hnotubrjótunum. Hann spilar á gítar og hljómborð, útsetur, tekur upp og hljóðblandar, en að auki koma fjölmargir hljóðfæraleikarar við sögu, þar á meðal Ari Eldon bassaleikari, Egill Örn Rafnsson trommuleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari. Leiðin til Kópaskers er mjög persónuleg plata og greinilegt að hún er ekki síst gerð aðstandendum til ánægju. Lagavalið er fjölbreytilegt. Þarna eru m.a. gömul Reflex-lög eins og Að takmörkuðu leyti og Myrkir dagar, tökulög með íslenskum textum (Ne me quitte pas, You Belong to Me, Love Is Real og You Got to Hide Your Love Away) og nýrri lög. Heimir Már er ágætis textahöfundur og textarnir gefa plötunni gildi. Útsetningarnar eru fínar. Þetta eru frekar hráar rokkútsetningar sem hæfa lögunum og söng Heimis Más vel, en hann hefur notalega hrjúfa rödd sem minnir á bróður hans. Hljóðfæraleikararnir skila sínu vel og sýna oft fín tilþrif, t.d. Þórir Baldursson á Hammondinn í Vor í Vaglaskógi og Vilberg Viggósson á píanó í Ne me quitte pas. Á heildina litið er þetta ágætis plata. Tilgerðarlaus og skemmtileg. Niðurstaða: Gamli Reflex-söngvarinn snýr aftur á skemmtilegri plötu.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira