Körfubolti

Fyrrum leikmaður Jazz handtekinn með fullt hús af kannabisplöntum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er nokkuð síðan Ortiz lagði nefplástrinum og fór í að rækta kannabisplöntur.
Það er nokkuð síðan Ortiz lagði nefplástrinum og fór í að rækta kannabisplöntur.
Lögreglan í Púerto Ríkó hefur handtekið Jose Ortiz, fyrrum leikmann NBA-liðsins Utah Jazz, en 218 maríjúana-plöntur fundust á heimili hans.

Lögreglan fann einnig mikið magn af riffilskotum. Ortiz hefur verið kærður fyrir ræktunina og að ætla að selja efnið.

Ef hann verður fundinn sekur gæti beðið hans fangelsi í 5 til 40 ár.

Ortiz er sagður hafa farið út í ólöglegu ræktunina þar sem hann var illa staddur fjárhagslega. Veitingastaður sem hann rak fór langleiðina með að setja hann á hausinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×