Körfubolti

Sumir eru bjartsýnir - NBA gefur út leikjadagskránna fyrir næsta tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Forráðamenn NBA-deildarinnar gáfu í kvöld út leikjadagskrána fyrir tímabilið 2011-2012 þrátt fyrir að allt bendi til þess að verkfall komi í veg fyrir að leikirnir fari yfir höfuð fram. Það hefur lítið gengið í samningaviðræðum eigenda og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það er því ólíklegt að fyrrnefnd leikjadagskrá muni halda í óbreyttri mynd.

Það er samt við hæfi að skoða nokkra hápunkta. NBA-meistarar Dallas Mavericks byrja titilvörn sína á því að taka á móti Chicago Bulls á opnunarkvöldinu en strax á eftir fer fram leikur Oklahoma City Thunder og Los Angeles Lakers. Þessir leikir eiga að fara fram 1. nóvember.

Það verður rosalegur þríhöfði á jóladag því mætast Boston Celtics-New York Knicks, Miami Heat-Dallas Mavericks og Chicago Bulls-Los Angeles Lakers.

Leikir Los Angeles Lakers og Miami Heat fara síðan fram 8. desember og 4. mars. Oklahoma City Thunder mætir meisturum Dallas 5. nóvember og Chicago Bulls fimm dögum síðar en menn búast við miklu af Thunder-liðinu næsta vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×