Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2011 09:15 Lax úr Kaldá á Jöklusvæðinu Mynd af www.strengir.is Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði