Körfubolti

Durant útilokar ekki að leika utan Bandaríkjanna í verkbanninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin Durant
Kevin Durant Mynd. / AP
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunders, útilokar ekki að hann muni leika í annarri deild ef kemur til verkbanns í NBA-deildinni í byrjun næsta tímabils.

Þetta sagði leikmaðurinn á blaðamannafundi í Kína þar sem hann er staddur í kynningarferð fyrir lið sitt, en hann telur að fleiri leikmenn eigi eftir að fylgja Deron Williams, leikmanns New Jersey Nets, sem samdi við Tyrknesku meistarana, Besiktas, á dögunum. Samningur Williams við tyrkneska félagið tekur gildi ef að verkbanninu verður.

„Maður verður að sjá til, ég væri alveg til í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Durant við fjölmiðla ytra.

 

„Auðvita er fyrsti valkostur minn að leika í NBA-deildinni, en eins og staðan er núna verð ég að bíða og sjá hvort verkbannið verði að veruleika“.

„Ef til verkbanns kemur þá mun ég taka ákvörðun í framhaldinu af því, eitt er víst ég ætla mér að spila körfubolta“.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×