Blanda að ná 400 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 14:37 Veiðimaður með lax úr Blöndu í morgun af Breiðunni Mynd af www.lax-a.is Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.Morgunvaktin á svæði 1 endaðí í sextán löxum á morgunvaktinni. Átján laxar veiddust einnig í gær. Nú fer að styttast að Blanda fari uppí 400 laxa en þegar við töluðum við stúlkurnar í veiðihúsinu klukkan tvö voru skráðir 369 laxar í veiðibókina. Einhverjir dagar eru lausir á svæði II og menn gætu lent í sannkallaðri veislu þar ef þeir kunna að veiða ánna sæmilega. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði
Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.Morgunvaktin á svæði 1 endaðí í sextán löxum á morgunvaktinni. Átján laxar veiddust einnig í gær. Nú fer að styttast að Blanda fari uppí 400 laxa en þegar við töluðum við stúlkurnar í veiðihúsinu klukkan tvö voru skráðir 369 laxar í veiðibókina. Einhverjir dagar eru lausir á svæði II og menn gætu lent í sannkallaðri veislu þar ef þeir kunna að veiða ánna sæmilega. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði