Körfubolti

Yao Ming leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Yao Ming er 2,29 metrar á hæð
Yao Ming er 2,29 metrar á hæð Nordic Photos/AFP
Kínverski körfuknattleiksmaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ming hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og missti af nánast öllu síðasta tímabili hjá Houston Rockets í NBA deildinni.

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá tíðindunum í gær. Ming er önnur stórstjarnan sem leggur skóna á hilluna í NBA í sumar því Shaquille O'Neal tilkynnt fyrir skömmu að hann væri hættur.

Yao Ming, sem Houston Rockets valdi fyrstan í nýliðavalinu árið 2002, á að baki níu tímabil í NBA. Hann skoraði 19 stig að meðaltali, tók 9,2 fráköst og varði 1,9 skot. Þá var hann valinn átta sinnum í stjörnulið deildarinnar.

Landslið Íslands í körfuknattleik karla mætir Kína í æfingaleikjum ytra í haust.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×