Ástralinn Chad Reed lætur fátt stöðva sig þegar hann keppir í mótokrossi. Í keppni sem fór fram í Minnesota á dögunum flaug Reed af hjólinu í bókstaflegri merkingu. Talið er að hann hafi verið í allt að 10 metra hæð frá jörðu áður en hann féll til jarðar. Myndbandið segir allt sem segja þarf um þetta ótrúlega atvik. Reed slapp vel og fór strax á hjólið aftur og kláraði keppnina með sæmd.
Myndbandið af atvikinu má sjá hér.
„Ég fékk högg á framhjólið áður en ég kom að stóra stökkinu og ég missti hjólið frá mér. Ég fann bara að ég flaug hátt í loft upp og ég er bara ánægður að hafa sloppið svona vel," sagði Reed eftir keppnina en hann missti alla keppinauta sína framúr sér á þessum stað í brautinni en hann náði að klifra upp í 14. sætið áður en keppninni lauk.
Sport