Það fer fram áhugaverður boxbardagi í Las Vegas í nótt þegar Amir Khan og Zab Judah mætast. Khan er helsta stjarna Breta og hann segist ætla að heilla áhorfendur í Las Vegas upp úr skónum.
Hinn 24 ára gamli Khan er níu árum yngri en hinn reyndi Judah.
"Hann hefur verið í stórum bardögum og það er erfitt að rota hann. Stundum er hættulegt að berjast eins og ég berst en þess vegna er ég sérstakur. Fólk vill horfa á mig því það veit að ég tek áhættur," sagði Khan.
Judah hefur mætt mönnum eins og Floyd Mayweather, Miguel Cotto og Kostya Tszyu og ætti að vera líklegari í kvöld.
Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending klukkan 1.
Sport