Frábært í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2011 07:39 Mynd: www.svfr.is Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Segja má að allt frá því að stórgöngur komu í ána síðla júlímánaðar hafi verið frábær veiði í Hítará á Mýrum. Voru þriggja daga hollin að fá allt að 81 lax á stangirnar sex á aðalsvæðinu. Síðustu tvær vikurnar hefur veiði einnig glæðst verulega á veiðisvæðinu Hítará II og hafa þar nú veiðst um 140 laxar á tvær til fjórar dagsstangir. Úr neðri ánni voru hins vegar komnir 432 laxar á hádegi í dag. Því er ljóst að skammt er í að Hítará detti í 600 laxa veiði, og enn er einn og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu. Ljóst er því að veiðin mun að minnsta kosti verða sambærileg veiðinni i fyrra þegar að 803 laxar veiddust. Hins vegar eru menn á einu máli um að mun meira sé af laxi í neðanverðri ánni miðað við sama tíma undanfarin tvö sumur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði
Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Segja má að allt frá því að stórgöngur komu í ána síðla júlímánaðar hafi verið frábær veiði í Hítará á Mýrum. Voru þriggja daga hollin að fá allt að 81 lax á stangirnar sex á aðalsvæðinu. Síðustu tvær vikurnar hefur veiði einnig glæðst verulega á veiðisvæðinu Hítará II og hafa þar nú veiðst um 140 laxar á tvær til fjórar dagsstangir. Úr neðri ánni voru hins vegar komnir 432 laxar á hádegi í dag. Því er ljóst að skammt er í að Hítará detti í 600 laxa veiði, og enn er einn og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu. Ljóst er því að veiðin mun að minnsta kosti verða sambærileg veiðinni i fyrra þegar að 803 laxar veiddust. Hins vegar eru menn á einu máli um að mun meira sé af laxi í neðanverðri ánni miðað við sama tíma undanfarin tvö sumur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði