Andri á flandri í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. ágúst 2011 16:43 Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu FM977 á sunnudag. Þar mætir hann í liðinn "Selebb shuffle" þar sem þekktir einstaklingar mæta með mp3-spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Andri ber svo ábyrgð á því sem tækið hans spýtir út úr sér. Andri hefur farið á kostum í sjónvarpsþáttunum Andri á flandri á RÚV núna í sumar en hann hóf feril sinn á X-inu fyrir all mörgum árum síðan. Morgunþættir hans á Rás2 hafa vakið mikla hrifningu - og þar á meðal einstaklega vel heppnað lagaval - en Andri er þekktur fyrir að grafa upp gleymda smelli og skvetta þeim á landsmenn. Vasadiskóþátturinn verður með sérstöku sniði í þetta skiptið. Auk þess að fá Andra í heimsókn verður hann tileinkaður Mercury verðlaunum í ár en þau eru eftirsóttustu tónlistarverðlaun Breta. Tilkynnt var um tilnefningar þann 19. júlí síðastliðinn og óhætt er að fullyrða að þar séu margar gæða plötur á ferð. Allar plöturnar verða kynntar og leikin lög af þeim öllum. Þátturinn er á dagskrá á sunnudaginn frá kl. 15. Einnig er hægt að hlusta á eldri þætti hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu FM977 á sunnudag. Þar mætir hann í liðinn "Selebb shuffle" þar sem þekktir einstaklingar mæta með mp3-spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Andri ber svo ábyrgð á því sem tækið hans spýtir út úr sér. Andri hefur farið á kostum í sjónvarpsþáttunum Andri á flandri á RÚV núna í sumar en hann hóf feril sinn á X-inu fyrir all mörgum árum síðan. Morgunþættir hans á Rás2 hafa vakið mikla hrifningu - og þar á meðal einstaklega vel heppnað lagaval - en Andri er þekktur fyrir að grafa upp gleymda smelli og skvetta þeim á landsmenn. Vasadiskóþátturinn verður með sérstöku sniði í þetta skiptið. Auk þess að fá Andra í heimsókn verður hann tileinkaður Mercury verðlaunum í ár en þau eru eftirsóttustu tónlistarverðlaun Breta. Tilkynnt var um tilnefningar þann 19. júlí síðastliðinn og óhætt er að fullyrða að þar séu margar gæða plötur á ferð. Allar plöturnar verða kynntar og leikin lög af þeim öllum. Þátturinn er á dagskrá á sunnudaginn frá kl. 15. Einnig er hægt að hlusta á eldri þætti hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira