Allir íþróttamenn á HM í frjálsum fara í lyfjapróf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2011 10:15 David Oliver er einn þeirra sem hefur lýst yfir ánægju með hert lyfjaeftirlit. Nordic Photos/AFP Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Tæplega 2000 íþróttamenn mæta til leiks í Suður-Kóreu og verða þeir allir sendir í blóðprufu. Blóðtakan fer fram við sömu skilyrði hjá öllum og innan sama tímaramma frá því íþróttamennirnir keppa. Mun þetta vera strangasta lyfjaeftirlit á stórmóti í íþróttum. David Oliver, grindahlaupari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking, skrifaði eftirfarandi á Twitter: „Flott. Það verður athyglisvert að sjá hversu margir íþróttamenn draga sig úr keppni.“ Katharine Merry, fyrrum bronsverðlaunahafi í 400 metra hlaupi, tjáði sig á sömu samskiptasíðu og lýsti yfir mikilli ánægju. „Það verður áhugavert að sjá hvort íþróttamenn draga sig úr keppni vegna veikinda eða meiðsla í kjölfar þess að IAAF ætlar að senda alla í blóðprufu,“ sagði Merry. Blóðprufurnar verða teknar í sérstöku húsnæði í íþróttaþorpinu. Sýnin verða skoðuð á staðnum og þvínæst send til sérstakrar rannsóknarstofu í Lausanne í Sviss. „Frábærar fréttir varðandi blóðprufurnar. Ég bauðst til þess að fara í próf á Samveldisleikunum 1998: Fljótleg og þægileg fyrir íþróttamennina. Tími til kominn,“ sagði Iwan Thomas fyrrum 400 metra hlaupari. Íslendingar eiga einn fulltrúa á mótinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mætir til leiks en hún glímir um þessar mundir við meiðsli á fæti. Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Tæplega 2000 íþróttamenn mæta til leiks í Suður-Kóreu og verða þeir allir sendir í blóðprufu. Blóðtakan fer fram við sömu skilyrði hjá öllum og innan sama tímaramma frá því íþróttamennirnir keppa. Mun þetta vera strangasta lyfjaeftirlit á stórmóti í íþróttum. David Oliver, grindahlaupari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking, skrifaði eftirfarandi á Twitter: „Flott. Það verður athyglisvert að sjá hversu margir íþróttamenn draga sig úr keppni.“ Katharine Merry, fyrrum bronsverðlaunahafi í 400 metra hlaupi, tjáði sig á sömu samskiptasíðu og lýsti yfir mikilli ánægju. „Það verður áhugavert að sjá hvort íþróttamenn draga sig úr keppni vegna veikinda eða meiðsla í kjölfar þess að IAAF ætlar að senda alla í blóðprufu,“ sagði Merry. Blóðprufurnar verða teknar í sérstöku húsnæði í íþróttaþorpinu. Sýnin verða skoðuð á staðnum og þvínæst send til sérstakrar rannsóknarstofu í Lausanne í Sviss. „Frábærar fréttir varðandi blóðprufurnar. Ég bauðst til þess að fara í próf á Samveldisleikunum 1998: Fljótleg og þægileg fyrir íþróttamennina. Tími til kominn,“ sagði Iwan Thomas fyrrum 400 metra hlaupari. Íslendingar eiga einn fulltrúa á mótinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mætir til leiks en hún glímir um þessar mundir við meiðsli á fæti.
Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira