Körfubolti

Draumurinn hjálpar LeBron að hreyfa sig undir körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James
LeBron James Mynd/AP
LeBron James hefur notað sumarið vel og er staðráðinn að verða enn betri körfuboltamaður eftir að hafa tapað með Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í júní síðastliðnum. James eyddi síðasta sumar að leita sér að "Meistaraliði" en þetta sumarið ætlar hann að vinna í sínum málum þótt að ekki stefni í að það verði neitt NBA-tímabil næsta vetur.

James kom sér í samband við gosögnina Hakeem Olajuwon og fékk hann til að fara með sér í gegnum hreyfingar sínar undir körfunni. Hakeem bar viðurnefnið Draumurinn á sínum tíma og fáir hafa hreyft sig eins vel inn í teig og hann gerði með Houston Rockets á árunum 1984 til 2001.

„Ég horfi bara á það sem hann afrekaði á sínum frábæra ferli. Hann var ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður og margfaldur meistari. Ég er að skoða það hvernig honum tókst að ná þessum yfirburðum sínum undir körfunni og ætla að reyna að bæta minn leik í framhaldi af því. Ég veit það að ef ég verð betri þá verður liðið mitt líka betra," sagði LeBron James.

LeBron James og Dwyane Wade voru víst sammála um það að LeBron þyrfti að eyða meira tíma inn í teig með bakið að körfunni. Það gekk oft vel hjá mótherjum Miami að loka stórstjörnunnar tvær á síðasta tímabili.

Lebron er ekki fyrsta stórstjarnan sem fær góð ráð frá Hakeem Olajuwon sem hefur áður unnið með þeim Dwight Howard, Kobe Bryant og Yao Ming.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×