Metsumar í vændum í Svalbarðsá? 11. ágúst 2011 21:00 Mynd af www.hreggnasi.is ,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax. ,,Þetta voru þrír breskir veiðimenn með börnin sín með sér og veiddu allir í hópnum gríðarlega vel. Ég var með 11 ára gamlan strák, sem ekki hafði áður veitt lax, og hann veiddi 7 laxa og þar af 5 tveggja ára fiska. Hér var líka 15 ára stúlka sem fékk 13 laxa og í raun var veiðin þessa seinusta daga álfgert brjálæði en hópurinn veiddi á fjórum dögum 8, 24, 21, 19 og 8 laxa á seinustu vaktinni eða samtals 80 laxa. Allir þessir laxar hafa veiðst á litlar flugur og litlar gárutúpur hafa verið að skila sínu," segir Stefán en til marks um stuðið í Svalbarðsá þessa dagana nefnir hann að í hollinu á undan hafi fengist 34 laxar á þremur dögum og menn hafi verið hæstánægðir með þann afla.Mynd af www.hreggnasi.isNú hafa veiðst um 340 laxar í Svalbarðsá (þar af 140 laxar síðan 31. júlí) og stærsti laxinn er 101 sm nýgenginn fiskur sem fékkst í Neðri Eyrarhyl í gær á Sunray en einnig veiddist nýlega 100 sm lax í Forseta, veiðistað nr. 17. Smálax er farinn að ganga og töluvert er um 60-67 sm hænga en lengst af var aflinn nánast eingöngu tveggja ára stórlax. Verulega hefur kólnað í Þistilfirðinum seinustu daga en hitinn er búin að vera um 6-8 gráður og gengur á með skúrum. Einnig er gaman að nefna að þeir þrír veiðimenn sem nú eru að veiðum hafa tekið um 70 laxa í erfiðum aðstæðum og voru t.d. feðgar með "double hook up" í ósnum í gærkveldi en þar veiddust þrír laxar á stuttum tíma eftir flóðið. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði
,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax. ,,Þetta voru þrír breskir veiðimenn með börnin sín með sér og veiddu allir í hópnum gríðarlega vel. Ég var með 11 ára gamlan strák, sem ekki hafði áður veitt lax, og hann veiddi 7 laxa og þar af 5 tveggja ára fiska. Hér var líka 15 ára stúlka sem fékk 13 laxa og í raun var veiðin þessa seinusta daga álfgert brjálæði en hópurinn veiddi á fjórum dögum 8, 24, 21, 19 og 8 laxa á seinustu vaktinni eða samtals 80 laxa. Allir þessir laxar hafa veiðst á litlar flugur og litlar gárutúpur hafa verið að skila sínu," segir Stefán en til marks um stuðið í Svalbarðsá þessa dagana nefnir hann að í hollinu á undan hafi fengist 34 laxar á þremur dögum og menn hafi verið hæstánægðir með þann afla.Mynd af www.hreggnasi.isNú hafa veiðst um 340 laxar í Svalbarðsá (þar af 140 laxar síðan 31. júlí) og stærsti laxinn er 101 sm nýgenginn fiskur sem fékkst í Neðri Eyrarhyl í gær á Sunray en einnig veiddist nýlega 100 sm lax í Forseta, veiðistað nr. 17. Smálax er farinn að ganga og töluvert er um 60-67 sm hænga en lengst af var aflinn nánast eingöngu tveggja ára stórlax. Verulega hefur kólnað í Þistilfirðinum seinustu daga en hitinn er búin að vera um 6-8 gráður og gengur á með skúrum. Einnig er gaman að nefna að þeir þrír veiðimenn sem nú eru að veiðum hafa tekið um 70 laxa í erfiðum aðstæðum og voru t.d. feðgar með "double hook up" í ósnum í gærkveldi en þar veiddust þrír laxar á stuttum tíma eftir flóðið. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði