Góður gangur í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2011 17:39 Mynd af www.svfr.is Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða. Góð ganga af smálaxi kom inn núna á stórstreyminu og dreifði sér vel um ána. Lax veiðist nú á flestum stöðum á öllum svæðum og afar fallegt vatn í ánni. Lítið er að ganga af bleikju og einn veiðimaður nefndi að þetta væri í fyrsta skipti sem hann hefði ekki einu sinni séð bleikju á svæði 1 þegar hann var þar fyrir stuttu. Sama staða virðist vera í nágrannaánum, þaðan heyrum við af því að engin bleikja sé að ganga. Við beinum því til veiðimanna sem eru að veiða ofarlega í ánni að taka ekki meira af bleikjum sér til matar en nauðsynlegt er og sleppa stóru hrygningarbleikjunum því þær geta átt eftir að skila miklu magni af seiðum um komandi ár. Undanfarið hefur verið merkt nokkuð af laxi og bleikjum og sleppt aftur í Fnjóská. Þetta er hluti af rannsókn sem verið er að gera og mjög mikilvægt er að veiðimenn veiti því athygli hvort fiskur sem þeir veiða sé merktur og skrái númer merkis í veiðibók. Einnig, merktur fiskur er mjög verðmætur því hann heldur áfram að vera rannsóknarefni sé honum sleppt aftur, ef menn geta séð af þeim út í ána aftur þá er það vel þegið. Um slöngumerki er að ræða og eru þau grænir sívalningar sem skotið er í bakuggann á fiskinum. Frétt fengin af heimasíðu Flúða Stangveiði Mest lesið Vatnamótin til Fish Partner Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði
Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða. Góð ganga af smálaxi kom inn núna á stórstreyminu og dreifði sér vel um ána. Lax veiðist nú á flestum stöðum á öllum svæðum og afar fallegt vatn í ánni. Lítið er að ganga af bleikju og einn veiðimaður nefndi að þetta væri í fyrsta skipti sem hann hefði ekki einu sinni séð bleikju á svæði 1 þegar hann var þar fyrir stuttu. Sama staða virðist vera í nágrannaánum, þaðan heyrum við af því að engin bleikja sé að ganga. Við beinum því til veiðimanna sem eru að veiða ofarlega í ánni að taka ekki meira af bleikjum sér til matar en nauðsynlegt er og sleppa stóru hrygningarbleikjunum því þær geta átt eftir að skila miklu magni af seiðum um komandi ár. Undanfarið hefur verið merkt nokkuð af laxi og bleikjum og sleppt aftur í Fnjóská. Þetta er hluti af rannsókn sem verið er að gera og mjög mikilvægt er að veiðimenn veiti því athygli hvort fiskur sem þeir veiða sé merktur og skrái númer merkis í veiðibók. Einnig, merktur fiskur er mjög verðmætur því hann heldur áfram að vera rannsóknarefni sé honum sleppt aftur, ef menn geta séð af þeim út í ána aftur þá er það vel þegið. Um slöngumerki er að ræða og eru þau grænir sívalningar sem skotið er í bakuggann á fiskinum. Frétt fengin af heimasíðu Flúða
Stangveiði Mest lesið Vatnamótin til Fish Partner Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði