McIlroy flytur til Bandaríkjanna - þreyttur á ágengum aðdáendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2011 09:00 Landar McIlroy vilja eflaust að hann greiði skatt í heimalandinu enda líklegur til þess að þéna vel á næstu árum. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. McIlroy, sem sigraði á bandaríska meistaramótinu í golfi í júní, segir líf sitt hafa breyst í kjölfarið á sigrinum. „Ég hef þurft að hafa öryggisverði umhverfis húsið mitt allar nætur síðan ég vann opna bandaríska," sagði McIlroy í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Þetta er eitthvað sem ég hef neyðst til þess að gera. Fólk hefur ekið upp innkeyrsluna að húsinu sem er ekki fallega gert. Þetta er erfitt en því miður er heimurinn sem við búum í svona. Ef þú ert í þeirri aðstöðu sem við erum í ertu almenningseign," segir McIlroy. McIlroy hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann hætti með æskuástinni sinni Holly Sweeney nýverið og hefur verið orðaður við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Þá hefur hann verið afar virkur á samskiptasíðunni Twitter. „Lífið er erfiðara en það var fyrir þremur mánuðum. Stundum spyrðu sjálfan þig; hvað er að gerast, hvað gengur á? En þetta er það sem ég vildi gera. Þegar þú ert ungur og þig dreymir um að verða atvinnumaður í golfi og vinna stórmót þá hugsarðu bara um að spila fyrir framan fullt af fólki, á stórkostlegum völlum og vinna titla. Þú pælir aldrei í hinni hliðinni og það er sá hluti af þessu sem tekur tíma að venjast. Það er eitthvað sem þú reiknar ekki með," segir McIlRoy. Allt útlit er fyrir að Norður-Írinn bætist í hóp þekktra golfara í West Palm í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Ian Pouler, Ernie Els og Graeme McDowell eiga allir eignir á svæðinu. „Það er fallegt þar (West Palm) og ég æfi töluvert í Bear's klúbbnum þegar ég er vestanhafs þannig að það væri gott að hafa þá aðsöðu. Það væri gott að hafa samastað fyrir dótið sitt þessa þrjá til fjóra mánuði sem maður dvelur þarna. Ég er ekki að leita að neinu öðru en íbúð," segir McIlroy. Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. McIlroy, sem sigraði á bandaríska meistaramótinu í golfi í júní, segir líf sitt hafa breyst í kjölfarið á sigrinum. „Ég hef þurft að hafa öryggisverði umhverfis húsið mitt allar nætur síðan ég vann opna bandaríska," sagði McIlroy í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Þetta er eitthvað sem ég hef neyðst til þess að gera. Fólk hefur ekið upp innkeyrsluna að húsinu sem er ekki fallega gert. Þetta er erfitt en því miður er heimurinn sem við búum í svona. Ef þú ert í þeirri aðstöðu sem við erum í ertu almenningseign," segir McIlroy. McIlroy hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann hætti með æskuástinni sinni Holly Sweeney nýverið og hefur verið orðaður við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Þá hefur hann verið afar virkur á samskiptasíðunni Twitter. „Lífið er erfiðara en það var fyrir þremur mánuðum. Stundum spyrðu sjálfan þig; hvað er að gerast, hvað gengur á? En þetta er það sem ég vildi gera. Þegar þú ert ungur og þig dreymir um að verða atvinnumaður í golfi og vinna stórmót þá hugsarðu bara um að spila fyrir framan fullt af fólki, á stórkostlegum völlum og vinna titla. Þú pælir aldrei í hinni hliðinni og það er sá hluti af þessu sem tekur tíma að venjast. Það er eitthvað sem þú reiknar ekki með," segir McIlRoy. Allt útlit er fyrir að Norður-Írinn bætist í hóp þekktra golfara í West Palm í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Ian Pouler, Ernie Els og Graeme McDowell eiga allir eignir á svæðinu. „Það er fallegt þar (West Palm) og ég æfi töluvert í Bear's klúbbnum þegar ég er vestanhafs þannig að það væri gott að hafa þá aðsöðu. Það væri gott að hafa samastað fyrir dótið sitt þessa þrjá til fjóra mánuði sem maður dvelur þarna. Ég er ekki að leita að neinu öðru en íbúð," segir McIlroy.
Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn