Samkvæmt þýskum fjölmiðlum mun hin 48 ára hnefaleikakappi, Evander Holyfield, mæta heimsmeistaranum í WBA þungavigt, Alexander Povetkin, í bardaga á næstu mánuðum.
Holyfield var mættur til Þýskalands um helgina til að horfa á bardagann milli Alexander Povetkin og Ruslan Chagaev. Kalle Sauerland, skipuleggjandi bardagans, boðaði Holyfield til Þýskalands í einskonar kynningarferð fyrir bardagann mikla.
Hnefaleikakappinn verður orðin 49 ára þegar umræddur bardagi fer fram. Holyfield hefur tekið þátt í tveimur stórum bardögum á undanförnum fjórum árum og báðir hafa þeir tapast, því kemur þetta virkilega á óvart.
Holyfield hefur tekið þátt í 57 bardögum, unnið 44, tapað 10 sinum og gert tvö jafntefli. Frægastur er hann fyrir viðureignir sínar við Mike Tyson á síðasta áratugi, en Tyson beit hluta úr eyra af Holyfield.
Hér að ofan má sjá eitt frægasta atvik hnefaleikasögunnar þegar Tyson beit Holyfield þann 28.júní árið 1997.
Sport