Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu 26. ágúst 2011 23:36 Sebastian Vettel er rólegur yfir stöðunni í Formúlu 1, þó hann hafi ekki unnið þrjú síðustu mót. AP mynd: Yves Logghe Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira