Fótbolti

Wenger má vera á bekknum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.
Arsene Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fengið grænt ljós frá Knattspyrnusambandi Evrópu um að hann megi vera á hliðarlínunni þegar að lilð hans mætir Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Wenger tók út leikbann í fyrri leiknum en var engu að síður í samskiptum við varamannbekk liðsins á meðan leiknum stóð. Það stangast á við reglur UEFA og var Wenger dæmdur í tveggja leikja bann vegna þessa.

Arsenal hefur áfrýjað þessum úrskurði og fór fram á að refsingunni yrði frestað þar til að niðurstaða fengist í málið. Það féllst UEFA á og því má Wenger starfa á leiknum í kvöld.

Wenger var þar að auki sektaður um 10 þúsund pund en Arsenal vann umræddan leik, 1-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×