1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Karl Lúðvíksson skrifar 23. ágúst 2011 12:29 Árbæjarfoss við Ytri Rangá Mynd af www.lax-a.is Mikill lax er genginn upp fyrir Árbæjarfoss og þó nokkur lax mun vera kominn alla leið upp á Heiði / Bjallalæk, sem er efsta svæðið í Ytri Rangá. Mikill metnaður var settur í seiðasleppingar á efri svæðunum með það að markmiði að fá meira af laxi til að ganga upp á efri svæðin. Til að mynda var bætt við tveimur nýjum sleppitjörnum sleppt á svæðið og var 25.000 seiðum sleppt í hverja tjörn fyrir sig. Nýju sleppitjarnirnar eru vestan megin við ánna. Sú efri milli veiðistaðanna Hólma og Kríueyra. Neðri tjörnin er staðsett við Hesthamar. Eldri tjarnirnar voru við Ármót og Höfðalæksbakka. Sleppingarnar virðast ætla að bera árangur því síðasta föstudag höfðu rúmlega 1.100 laxar gengið í gegnum teljara í laxastiganum við Árbæjarfoss. Höfðu þá 40-50 laxar verið að fara um teljarann daglega og verður að teljast líklegt að nú séu um 1.300 laxar komnir upp fyrir foss. Þrátt fyrir litla ástundun á efsta svæðið hafa þegar veiðst rúmlega 30 laxar og munu þeir flestir verið að taka við Heiðarvað, Krók og Grjótneshyl. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Veiði
Mikill lax er genginn upp fyrir Árbæjarfoss og þó nokkur lax mun vera kominn alla leið upp á Heiði / Bjallalæk, sem er efsta svæðið í Ytri Rangá. Mikill metnaður var settur í seiðasleppingar á efri svæðunum með það að markmiði að fá meira af laxi til að ganga upp á efri svæðin. Til að mynda var bætt við tveimur nýjum sleppitjörnum sleppt á svæðið og var 25.000 seiðum sleppt í hverja tjörn fyrir sig. Nýju sleppitjarnirnar eru vestan megin við ánna. Sú efri milli veiðistaðanna Hólma og Kríueyra. Neðri tjörnin er staðsett við Hesthamar. Eldri tjarnirnar voru við Ármót og Höfðalæksbakka. Sleppingarnar virðast ætla að bera árangur því síðasta föstudag höfðu rúmlega 1.100 laxar gengið í gegnum teljara í laxastiganum við Árbæjarfoss. Höfðu þá 40-50 laxar verið að fara um teljarann daglega og verður að teljast líklegt að nú séu um 1.300 laxar komnir upp fyrir foss. Þrátt fyrir litla ástundun á efsta svæðið hafa þegar veiðst rúmlega 30 laxar og munu þeir flestir verið að taka við Heiðarvað, Krók og Grjótneshyl. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Veiði