Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2011 13:30 Djokovic slær bakhönd í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla. Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla.
Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira