Körfubolti

Ron Artest tekur þátt í Dancing With The Stars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Körfuknattleiksmaðurinn Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið kynntur sem einn af þátttakendum sjónvarpsþáttarins Dancing With The Stars sem nýtur gríðarlegra vinsældar í Bandaríkjunum.

Frægir aðilar í Bandaríkjunum hafa ávallt tekið þátt í þáttunum en þátturinn gengur út á það að einn atvinnudansari er paraður saman með amerískri stórstjörnu. Síðan kýs þjóðin sitt uppáhalds par og eftir stendur einn sigurvegari.

Ron Artest er þekktur fyrir að vera frábær varnarmaður í NBA-deildinni en hefur átt í erfileikum með skapið á sér í gegnum tíðina. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum skrautlega karakter á dansgólfinu.

Artest virðist ekki hata athyglina en fyrir stuttu þá sótti leikmaðurinn um að fá að breyta nafninu sínu yfir í Metta World Peace sem er allt saman mjög eðlilegt.

Hér að ofan má sjá þegar Ron Artest var kynntur inn sem þátttakandi í þættinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×