Sænskur landsliðsmaður fórst í flugslysinu í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2011 16:45 Stefan Liv í leik í Rússlandi í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu. Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu.
Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41