Handbolti

Framstúlkur réðu ekkert við Þorgerði Önnu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorgerður Anna Atladóttir.
Þorgerður Anna Atladóttir. Mynd/Vilhelm
Þorgerður Anna Atladóttir skoraði tólf mörk í 30-27 sigri Vals á Fram í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Valur verður meistari meistaranna í kvennahandboltanum.

Þorgerður Anna gekk til liðs við Val í sumar og er greinilega í landsliðsformi í upphafi tímabilsins. Það sem gerir afrek hennar enn merkilegra er að ekkert marka hennar komu af vítalínunni. Valur var 17-11 yfir í hálfleik og náði mest níu marka forystu í seinni hálfleiknum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Fram á Vodafonehöllinni í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×