Enski boltinn

Puyol: Amar ekkert að hjá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Puyol, lengst vil vinstri, ásamt Cesc Fabregas og Gerard Pique.
Puyol, lengst vil vinstri, ásamt Cesc Fabregas og Gerard Pique. Nordic Photos / Getty Images
Carles Puyol, varnarmaður og fyrirliði Barcelona, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hefur verið beint að liðinu eftir jafnteflisleikina tvo á undanfarinni viku.

Börsungar gerðu óvænt 2-2 jafntefli við Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið mætti svo AC Milan í Meistaradeildinni og var niðurstaðan einnig 2-2 jafntefli, eftir að AC Milan hafði skorað jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

„Það amar ekkert að og við erum ekki að hlusta á það sem aðrir er að segja um okkur,“ sagði Puyol við spænska fjölmiðla. „Auðvitað erum við með óbragð í munni eftir síðast leik en við erum hættir að dvelja við þann leik.“

„Hér áður fyrr vorum við bestir en nú erum við verstir,“ bætti hann við. „Við viljum auðvitað vinna okkar leiki jafn mikið og áður fyrr. En það er vissulega satt að við þurfum að einbeita okkur betur að föstum leikatriðum andstæðinganna.“

„Þar að auki þurfum við að sjá til þess að andstæðingurinn nái ekki boltanum af okkur og skori ekki gegn okkur.“

Barcelona mætir Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×