Rólegt í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2011 21:47 Sex laxar veiddust í Leirvogsá í gær. Veitt er til 20. september og vonandi verða síðustu dagarnir góðir þar sem rigning er nú á höfuðborgarsvæðinu. Sumarið hefur verið býsna erfitt í Leirvogsá sökum vatnsþurrðar. Sem dæmi hafa gljúfrin á efsta svæðinu aðeins gefið einn lax í sumar og kom hann úr Kerfossi. Þó er sumarveiðin með ágætum en 325 laxar hafa veiðst á stangirnar tvær sem leyfðar eru daglega. Ljóst er að ganga laxa í Leirvogsá í sumar er með minna móti, og í fljótu bragði munar þar fjórðungi. Heildarfjöldi laxa í gegnum teljara hefur að meðaltali verið um eitt þúsund laxar, en fram til þessa hafa 750 laxar gengið teljarann. Þess má geta að langstærstur hluti sumarveiðinar er tekinn neðan teljara, og ljóst að þeir laxar sem liggja í hyljum ofan teljara hafa verið erfiðir til töku í vatnsleysinu í sumar. Vonandi verður breyting þar á þessa síðustu daga tímabilsins. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði
Sex laxar veiddust í Leirvogsá í gær. Veitt er til 20. september og vonandi verða síðustu dagarnir góðir þar sem rigning er nú á höfuðborgarsvæðinu. Sumarið hefur verið býsna erfitt í Leirvogsá sökum vatnsþurrðar. Sem dæmi hafa gljúfrin á efsta svæðinu aðeins gefið einn lax í sumar og kom hann úr Kerfossi. Þó er sumarveiðin með ágætum en 325 laxar hafa veiðst á stangirnar tvær sem leyfðar eru daglega. Ljóst er að ganga laxa í Leirvogsá í sumar er með minna móti, og í fljótu bragði munar þar fjórðungi. Heildarfjöldi laxa í gegnum teljara hefur að meðaltali verið um eitt þúsund laxar, en fram til þessa hafa 750 laxar gengið teljarann. Þess má geta að langstærstur hluti sumarveiðinar er tekinn neðan teljara, og ljóst að þeir laxar sem liggja í hyljum ofan teljara hafa verið erfiðir til töku í vatnsleysinu í sumar. Vonandi verður breyting þar á þessa síðustu daga tímabilsins. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði