Körfubolti

NBA-deilan er í algjörum hnút - ekkert kom út úr fundinum í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derek Fisher.
Derek Fisher. Mynd/AP
Það eru nánast engar líkur á því að NBA-tímabilið hefjist á réttum tíma eftir viðræður deiluaðila leystust upp í gær. Það kom ekkert út úr fundarhöldum í nótt og engar frekari viðræður hafa verið boðaðar.

Það ríkti bjartsýni fyrir fundinn í nótt eftir að það láku út fréttir af því að deiluaðilar væri jákvæðari fyrir því að ná saman en þegar menn gengu út af fundinum í nótt var ljóst að þær fréttir voru úr lausu lofti gripnar.

„Við getum ekki búist við því úr þessu að NBA-tímabilið hefjist á réttum tíma. Það nægir bara að horfa á dagatalið," sagði Derek Fisher, forseti leikmannasamtakanna þegar hann kom út af fundinum í nótt.

„Það er óhætt að segja það að við höfum ekki átt góðan dag," sagði David Stern framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar og bætti við: „Það er samt áfram okkar markmið að tímabilið hefjist á réttum tíma," sagði Stern.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×