Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2011 10:10 Mynd af www.svfr.is Svo virðist sem að það sé orðin regla frekar en undantekning að sjóbirtingur fyrir austan sé með Steinsuguförum. Fréttir berast frá Geirlandsá, úr Eldvatnsbotnum og úr Tungufljóti um illa útleikna sjóbirtinga í afla veiðimanna. Virðist sem að tíðnin fari vaxandi á milli ára, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka upphaf sjóbirtingsvertíðarinnar nú í haust. Þetta er önnur staða en hefur verið í sumar þar sem minna hafði verið tilkynnt um bit, en líkleg ástæða fyrir því gæti verið að sjóbirtingurinn sem komi á haustinn verði frekar fyrir barðinu á Sæsteinsugunni heldur en laxfiskar sem gangi í árnar yfir hásumarið. Gefur það auga leið að Steinsugan er komin til að vera við strendur landsins, og því augljóst að leggja þarf meira fé og tíma til rannsókna á þessum ófögnuði. Við hvetjum veiðimenn til þess að skrá Steinsuguför í athugasemdadálkana í veiðibókunum. Stangveiði Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði
Svo virðist sem að það sé orðin regla frekar en undantekning að sjóbirtingur fyrir austan sé með Steinsuguförum. Fréttir berast frá Geirlandsá, úr Eldvatnsbotnum og úr Tungufljóti um illa útleikna sjóbirtinga í afla veiðimanna. Virðist sem að tíðnin fari vaxandi á milli ára, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka upphaf sjóbirtingsvertíðarinnar nú í haust. Þetta er önnur staða en hefur verið í sumar þar sem minna hafði verið tilkynnt um bit, en líkleg ástæða fyrir því gæti verið að sjóbirtingurinn sem komi á haustinn verði frekar fyrir barðinu á Sæsteinsugunni heldur en laxfiskar sem gangi í árnar yfir hásumarið. Gefur það auga leið að Steinsugan er komin til að vera við strendur landsins, og því augljóst að leggja þarf meira fé og tíma til rannsókna á þessum ófögnuði. Við hvetjum veiðimenn til þess að skrá Steinsuguför í athugasemdadálkana í veiðibókunum.
Stangveiði Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði