Fótbolti

Mörkin stóðu ekki á sér í ítalska boltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simone Pepe fagnar hér marki sínu fyrir Juve í dag.
Simone Pepe fagnar hér marki sínu fyrir Juve í dag. Mynd. / Getty Images
Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og mörkin stóðu ekki á sér. Helst ber að nefna að Juventus rústaði Parma 4-1 með mörkum frá Stephan Lichtsteiner, Simone Pepe, Arturo Vidal og Claudio Marchisio.

Fiorentina bar sigur úr býtum gegn Bologna 2-0, en þeir Alberto Gilardino og Alessio Cerci gerðu mörk Fiorentina.

Cagliari vann frábæran sigur á AS Roma, 2-1, Ólympíuleikvanginum í Róm. Staðan var 1-0 fyrir Cagliari alveg fram að 90. mínútu en þá komust gestirnir í 2-0. Roma náði síðan að minnka muninn rétt fyrir leikslok.

Daniele Conti og Moestafa El Kabir gerðu mörk Cagliari í leiknum en Daniele De Rossi skoraði eina mark Roma í leiknum en það kom þegar sjö mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Úrslit dagsins:

Juventus 4 - 1  Parma

AS Roma  1 - 2  Cagliari

Catania  0 - 0  Siena

Chievo  2 - 2  Novara

Fiorentina 2 - 0   Bologna

Genoa  2 - 2  Atalanta

Lecce  0 - 2  Udinese




Fleiri fréttir

Sjá meira


×