Serena Williams fór létt með Wozniacki og er komin í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 11:30 Serena Williams og Carolinu Wozniacki eftir leikinn. Mynd/AP Serena Williams er komin í úrslitaleikinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á dönsku stelpunni Carolinu Wozniacki í nótt. Wozniacki er í efsta sæti á heimslistanum en bið hennar eftir fyrsta sigrinum á risamóti lengist því enn. Serena Williams vann loturnar 6-2 og 6-4 og greinilega búin að ná sér að fullu af meiðslunum sem héldu henni frá keppni í langan tíma. „Þetta er æðislegt en þetta hefur verið löng leið til baka," sagði Serena Williams sem kom til baka í júní. „Það skipti mig svo miklu máli að koma hingað sem Bandaríkjamaður og vera enn með í mótinu. Mig langaði svo mikið að spila á morgun því þetta er svo sérstakur dagur fyrir Bandaríkin," sagði Serena Williams en Bandaríkin minnist nú að það er áratugur liðinn frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. „Ég gafst aldrei upp en Serena spilaði mjög vel. Hún er í frábæru formi og uppgjöfin hennar er afar erfið," sagði Carolinu Wozniacki sem var spurð út í það að hún er ekki enn búin að vinna risamót þrátt fyrir að hafa verið lengi efst á heimslistanum. „Ég er ennþá númer eitt á heimslistanum og það getur enginn tekinn frá mér. Serena er sannur meistari og spilaði frábærlega í dag," sagði Wozniacki. Serena Williams á nú möguleika á því að vinna opna bandaríska meistaramótið í fjórða sinn á ferlinum. Hún mætir Samantha Stosur frá Ástralíu í úrslitaleiknum en Stosur er númer níu á heimslistanum og vann Þjóðverjann Angelique Kerber í undanúrslitunum. Williams vann opna bandaríska mótið einnig 1999, 2002 og 2008 en hún hefur alls unnið þrettán risamót á ferlinum. Erlendar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Serena Williams er komin í úrslitaleikinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á dönsku stelpunni Carolinu Wozniacki í nótt. Wozniacki er í efsta sæti á heimslistanum en bið hennar eftir fyrsta sigrinum á risamóti lengist því enn. Serena Williams vann loturnar 6-2 og 6-4 og greinilega búin að ná sér að fullu af meiðslunum sem héldu henni frá keppni í langan tíma. „Þetta er æðislegt en þetta hefur verið löng leið til baka," sagði Serena Williams sem kom til baka í júní. „Það skipti mig svo miklu máli að koma hingað sem Bandaríkjamaður og vera enn með í mótinu. Mig langaði svo mikið að spila á morgun því þetta er svo sérstakur dagur fyrir Bandaríkin," sagði Serena Williams en Bandaríkin minnist nú að það er áratugur liðinn frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. „Ég gafst aldrei upp en Serena spilaði mjög vel. Hún er í frábæru formi og uppgjöfin hennar er afar erfið," sagði Carolinu Wozniacki sem var spurð út í það að hún er ekki enn búin að vinna risamót þrátt fyrir að hafa verið lengi efst á heimslistanum. „Ég er ennþá númer eitt á heimslistanum og það getur enginn tekinn frá mér. Serena er sannur meistari og spilaði frábærlega í dag," sagði Wozniacki. Serena Williams á nú möguleika á því að vinna opna bandaríska meistaramótið í fjórða sinn á ferlinum. Hún mætir Samantha Stosur frá Ástralíu í úrslitaleiknum en Stosur er númer níu á heimslistanum og vann Þjóðverjann Angelique Kerber í undanúrslitunum. Williams vann opna bandaríska mótið einnig 1999, 2002 og 2008 en hún hefur alls unnið þrettán risamót á ferlinum.
Erlendar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira