Fótbolti

Zlatan orðinn þreyttur á boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic segist vera orðinn þreyttur á knattspyrnunni og að ástríðu hans fyrir íþróttinni fari minnkandi með tímanum.

Zlatan er á mála hjá AC Milan á Ítalíu og hefur átt glæsilegan feril. Hann er 30 ára gamall og samningsbundinn Milan til 2015 en segist engu að síður vera að nálgast endalok ferilsins.

„Fótboltinn brennur ekki lengur innan í mér eins og áður fyrr. Þetta er eins og hver önnur vinna fyrir mér,“ sagði hann í samtali við ítalska fjölmiðla.

„Maður mætir á völlinn, hitar upp, æfir og svo heldur maður aftur heim. Áður fyrr eyddi ég meiri tíma á æfingasvæðinu því maður hafði alltaf eitthvað að gera.“

„Ég er orðinn þreyttur á boltanum og finn ekki lengur fyrir sömu hvatningu og ég gerði áður. Þegar ég var yngri hugsaði ég eingöngu um fótbolta en þannig er það ekki lengur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×