Körfubolti

NBA-deilan: Sextán tíma samningafundur að baki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Cuban er eigandi NBA-meistara Dallas Mavericks.
Mark Cuban er eigandi NBA-meistara Dallas Mavericks. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eigendur og fulltrúar leikmanna í NBA-deildinni eru að tala saman þótt ekkert bendi til þess að verkfallið í NBA-deildinni sé að fara leysast. Deiluaðilar hittust í New York í gær og stóð samningarfundurinn yfir frá tíu um morguninn fram til klukkan tvö um nóttina eða í heila sextán tíma.

Þetta er lengsti samningafundur síðan að deilan hófst og eigendurninr lokuðu leikmenn úti en síðustu daga hafa stjörnuleikmenn NBA-deildarinnar sakað eigendurnir um engna samningavilja.

David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, var búinn að hóta því að fresta öllum leikjum fram yfir áramót kæmu deiluaðilar ekki fram með samning í gær en fundurinn gekk þó það vel að menn ætla að hittast aftur í dag.

Fjölmiðlamenn fengu engin viðtöl eftir að fundinum lauk í nótt en það þykir þó boða eitthvað gott að eigendurnir voru tilbúnir að hliðra til fundarhöldum sín á milli til þess að koma fyrir nýjum samningafundi í dag.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×