Stórfiskar í Geirlandsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2011 09:32 Falur við Kleifarnefið með stóra fiskinn Mynd af www.svfk.is Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK: "Við sögðum í gær frá stærstu sjóbirtingum vertíðarinnar hingað til úr Geirlandsá og fengum í kjölfarið sendar myndir af fiskinum sem var 6,5 kg. samanrekinn sjóbirtingshængur veiddur á maðk í Kleifarnefi. Veiðimaðurinn er Falur Daðason og var hann heldur betur í stuði í túrnum því hann landaði einnig 5,5 kg. fisk á spón á sama stað 30 mínútum fyrr. Þá fékk hann einnig 3,5 kg fisk á sama stað um morguninn og 3 kg. lax úr Ármótunum. Eins og við sögðum frá í gær þá fékk Halldór Magnússon einnig boltafisk sem reyndist vera 6,3 kg. hængur fisk úr Kleifarnefinu einnig. Sannkallað stórfiskaholl. Annars fékk hollið sem var við veiðar dagana 26.-28. sept. 18 fiska." Meira á https://svfk.is/ Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK: "Við sögðum í gær frá stærstu sjóbirtingum vertíðarinnar hingað til úr Geirlandsá og fengum í kjölfarið sendar myndir af fiskinum sem var 6,5 kg. samanrekinn sjóbirtingshængur veiddur á maðk í Kleifarnefi. Veiðimaðurinn er Falur Daðason og var hann heldur betur í stuði í túrnum því hann landaði einnig 5,5 kg. fisk á spón á sama stað 30 mínútum fyrr. Þá fékk hann einnig 3,5 kg fisk á sama stað um morguninn og 3 kg. lax úr Ármótunum. Eins og við sögðum frá í gær þá fékk Halldór Magnússon einnig boltafisk sem reyndist vera 6,3 kg. hængur fisk úr Kleifarnefinu einnig. Sannkallað stórfiskaholl. Annars fékk hollið sem var við veiðar dagana 26.-28. sept. 18 fiska." Meira á https://svfk.is/
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði