John Grant á Iceland Airwaves: Stórkostlegur sögumaður 17. október 2011 10:52 John Grant. Norðurljós í Hörpu. John Grant var ekkert að klæða sig upp fyrir tónleika sína í Hörpu. Hann settist fyrir framan flygilinn með lopahúfu á hausnum og hamraði inn æðislegar melódíur í tæpan klukkutíma. Grant er frábær sögumaður og sýndi fimi sína milli laga. Sagði frá erfiðum uppvaxtarárum, en hann uppgvötaði mjög snemma að hann er hommi og taldi lengi að það væri synd. Lög eins og Sigourney Weaver hljómuðu stórkostlega og frábærir textarnir nutu sín vel. Einlægni John Grant og áhrif eru svo yfirþyrmandi að ég heyrði að ungum manni sem fór á tónleika hans á Kexi og gat ekki stillt sig um að hringja í móður sína og segja henni að hann elskaði hana þegar flutningurinn stóð sem hæst. Hann endaði tónleikana á því að lýsa yfir löngun sinni til að heimsækja landið á ný. Ég vona að hann geri það fyrst, enda voru tónleikarnir óaðfinnanlegir. - afb Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
John Grant. Norðurljós í Hörpu. John Grant var ekkert að klæða sig upp fyrir tónleika sína í Hörpu. Hann settist fyrir framan flygilinn með lopahúfu á hausnum og hamraði inn æðislegar melódíur í tæpan klukkutíma. Grant er frábær sögumaður og sýndi fimi sína milli laga. Sagði frá erfiðum uppvaxtarárum, en hann uppgvötaði mjög snemma að hann er hommi og taldi lengi að það væri synd. Lög eins og Sigourney Weaver hljómuðu stórkostlega og frábærir textarnir nutu sín vel. Einlægni John Grant og áhrif eru svo yfirþyrmandi að ég heyrði að ungum manni sem fór á tónleika hans á Kexi og gat ekki stillt sig um að hringja í móður sína og segja henni að hann elskaði hana þegar flutningurinn stóð sem hæst. Hann endaði tónleikana á því að lýsa yfir löngun sinni til að heimsækja landið á ný. Ég vona að hann geri það fyrst, enda voru tónleikarnir óaðfinnanlegir. - afb
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira