Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu Stefán Árni Pálsson á Seltjarnarnesi skrifar 16. október 2011 17:33 Grótta tapaði í dag. mynd/valli Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira