Körfubolti

Stern óttast að það verði engir jólaleikir

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni.

Fundinum á þriðjudag verður stýrt af sáttasemjara sem kemur frá NFL-deildinni. Hlutlaus aðili kemur að borðinu og reynir að sætta deiluaðila og leggja til grunn að sanngjarnri lausn.

"Ef hlutirnir smella ekki á þriðjudag hef ég það á tilfinningunni að það verði ekkert leikið á jóladag," sagði Stern sem er þegar búinn að aflýsa fyrstu tveim vikum tímabilsins.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×