Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2011 20:54 Bjarki Már Elísson. Mynd/Stefán HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira