Fótbolti

AC Milan vann fjórða sigurinn í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nesta fagnar marki sínu í dag.
Nesta fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / AFP
AC Milan er á fljúgandi siglingu í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið vann í dag 3-2 sigur á Roma á útivelli. Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö marka Milan.

Liðið komst á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti en Juventus getur endurheimt toppsætið með sigri á Inter á útivelli. Sá leikur stendur nú yfir og er hægt að fylgjast með honum hér.

Zlatan kom AC Milan yfir í dag með marki á sautjándu mínútu en Nicolas Burdisso náði þó að jafna metin stuttu síðar. Alessandro Nesta kom Milan aftur yfir áður en flautað var til hálfleiks.

Zlatan skoraði svo öðru sinni tólf mínútum fyrir leikslok en Bojan Krkic, sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður, klóraði í bakkann fyrir gestina.

Napoli tapaði svo fyrir Catania í dag, 2-1, en Edinson Cavani kom Napoli yfir í leiknum. Gonzalo Bergessio og Giovanni Marchese tryggðu svo Catania sigurinn en Mario Santana, leikmaður Napoli, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

AC Milan er með sautján stig en Juventus getur komist upp í nítján með sigri á Inter sem er við fallsvæði deildarinnar. Napoli og Catania eru í 5.-6. sæti með fjórtán stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×