"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira