Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-29 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 27. október 2011 16:09 FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira