Körfubolti

Dr. J er blankur - selur verðmæta minjagripi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76‘ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum.
Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76‘ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum. Getty
Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76'ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum. „Doktorinn" eða Julius Erving ætlar að selja minnjagripi sem eru í hans eigu og þar á meðal eru meistarahringir sem hann fékk á fingur sér eftir meistaratitla hans í NBA og ABA deildunum í Bandaríkjunum. Hinn 61 árs gamli Erving ætlar að selja gamlar keppnistreyjur og verðlaunagripi frá árinu 1980 þar sem hann var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP).

Hluti var ágóðanum mun renna til góðgerðamála en Eving hefur staðið í málaferlum við banka í Georgíu vegna skuldamála. Hann hefur ekki haft heppnina með sér þegar kemur að fjárfestingum. Hann keypti m.a. rándýrt golfvallarsvæði en þeim rekstri hefur nú verið hætt vegna gjaldþrots.

Erving var einn besti leikmaður NBA deildarinnar á sínum tíma. Hann er rétt um 2 metrar á hæð og sýndi oft frábær tilþrif og var einn sá fyrsti sem sýndi frábær tilþrif þegar hann tróð boltanum í körfuna.

Hann skoraði um 22 stig að meðaltali í leik í NBA deildinni á árunum 1976-1987 í NBA deildinni. Hann lék í fjögur ár í ABA deildinni með New Jersey Nets.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×