Enski boltinn

Guardiola: Toure bað um að fá að fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur svarað ásökunum Yaya Toure um að honum hefði verið bolað í burtu frá félaginu. Toure er nú á mála hjá Manchester City.

Þvert á móti segir Guardiola að Toure hafi beðið um að fara frá félaginu og að hann sjálfur hafi beðið Toure um að íhuga að vera áfram.

Toure sagði í viðtali í gær að hann hafi farið frá Barcelona vegna samstarfsörðugleika á milli hans og Guardiola. Hann hefði annars verið áfram.

„Það er ekki mikið hægt að segja um þetta mál,“ sagði Guardiola við spænska fjölmiðla. „Dyrnar mínar, bæði á skrifstofunni og á heimili mínu, eru alltaf opnar fyrir leikmenn.“

„Sannleikurinn er sá að hann bað forsetann okkar, Joan Laporta, um að fá að fara frá félaginu. Við reyndum að fá hann til að vera áfram en ég mun ræða betur við hann næst þegar við hittumst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×