Ferli Gattuso lauk næstum vegna augnskaða - sá ferfalt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2011 13:30 Gattuso á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“ Ítalski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“
Ítalski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira