Ferli Gattuso lauk næstum vegna augnskaða - sá ferfalt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2011 13:30 Gattuso á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“ Ítalski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“
Ítalski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira