Viðskipti innlent

Fyrirvari við samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Hafsteinn Hauksson skrifar
"Mér finnst ég geta sagt að mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að ganga í gegnum miklu róttækara endurmat áður en hann verður fýsilegur samstarfsaðili," segir Guðmundur Steingrímsson, spurður hvort hann sjái frekar fyrir sér samstarf nýs flokks hans við stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða hægri.

Guðmundur setur jafnframt fyrirvara við sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn.

"Ein ástæða þess að ég gekk úr flokknum er sú að hann var ekki að birtast mér sem frjálslyndur miðjuflokkur, heldur sem eitthvað allt annað - íhaldssamur og þjóðernissinnaður flokkur. Maður á eftir að sjá hvernig spilast úr þeim áherslum, hvort þær aukast eða ekki, og það mun þá fela í sér svar við spurningunni um hvort þeir séu fýsilegur samstarfsflokkur."

Um þriðjungur kjósenda gæti hugsað sér að styðja framboðið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, en ef fylgið í næstu kosningum verður eitthvað í líkingu við könnunina er ljóst að flokkurinn gæti lent í bílstjórasætinu að þeim loknum.

Hann segir þó að umræða um samstarf við aðra flokka sé afar ótímabær og hann sé ekki kominn svo langt í huganum.

Hægt er að sjá brot úr viðtalsþættinum Klinkið hér að ofan, þar sem Guðmundur ræðir um samstarf við aðra flokka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×