Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili Karl Lúðvíksson skrifar 24. október 2011 11:10 Mikill vöxtur er í heiðagæsastofninum samkvæmt skoskum fuglafræðingum Mynd af www.ust.is Af þeim fregnum sem við heyrum þá er þessi gæsavertíð búin að vera ágæt í flestum landshlutum, en veiðimenn hafa samt haft það á orði að minna sé um ungfugl en í fyrra og þá sérstaklega á norðausturlandi. Mikið var af heiðagæs og virðist stofninn ennþá vera að stækka. Samkvæmt talningum í Skotlandi reikna fuglafræðingar þar með að stofninn sem komi þangað frá íslandi á hverju hausti sé að stækka um 15.000 fugla árlega, það væri fróðlegt að fá staðfestingu á þessu frá innlendum fuglafræðingum því þetta er gífurlega mikil fjölgun á stofni sem mikið er veitt úr. Ágætlega hefur gengið á Helsingaveiðum fyrir austann og mikið af honum á mörgum túnum. Ennþá er verið að skjóta grágæs og má fastlega gera ráð fyrir því að veiðar á henni geti haldið áfram langt inní nóvember ef því er að skipta, því á meðan fuglinn er í æti er hún ekkert að drífa sig frá landinu. Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Stóru Laxá Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Af þeim fregnum sem við heyrum þá er þessi gæsavertíð búin að vera ágæt í flestum landshlutum, en veiðimenn hafa samt haft það á orði að minna sé um ungfugl en í fyrra og þá sérstaklega á norðausturlandi. Mikið var af heiðagæs og virðist stofninn ennþá vera að stækka. Samkvæmt talningum í Skotlandi reikna fuglafræðingar þar með að stofninn sem komi þangað frá íslandi á hverju hausti sé að stækka um 15.000 fugla árlega, það væri fróðlegt að fá staðfestingu á þessu frá innlendum fuglafræðingum því þetta er gífurlega mikil fjölgun á stofni sem mikið er veitt úr. Ágætlega hefur gengið á Helsingaveiðum fyrir austann og mikið af honum á mörgum túnum. Ennþá er verið að skjóta grágæs og má fastlega gera ráð fyrir því að veiðar á henni geti haldið áfram langt inní nóvember ef því er að skipta, því á meðan fuglinn er í æti er hún ekkert að drífa sig frá landinu.
Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Stóru Laxá Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði