Körfubolti

David Stern: Það er frábært tilboð á borðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Stern.
David Stern. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmönnum um helgina afarkosti í deilu sinni við eigendur félaganna en þeir fá aðeins frest til morgundagsins til að samþykkja nýjasta tilboðið. Leikmannsamtökin tóku strax illa í tilboðið og það fór ekki síst illa í þá að vera settir upp að vegg.

„Við teljum að það sé frábært tilboð á borðinu og við höfum sagt við leikmennina að það sé komið að úrslitastundu og það eina skynsamlega fyrir alla aðila er að ná samkomulagi. Við verðum að taka tillit til þess sem er að gerast í okkar viðskiptaheimi og að hlutirnir eiga ekki eftir að batna," sagði David Stern í viðtali við ESPN.

Í nýjasta tilboði eigendanna fá leikmenn á bilinu 49 til 51 prósent af innkomu félaganna þó að leikmennirnir sjálfir telji það vera nánast ómögulegt að fá meira en 50,2 prósent í þessum nýja samningi. Leikmennirnir voru komnir niður í 51 prósent á laugardaginn og það munar því litlu á milli deiluaðila eftir 132 daga verkfall.  

Stern gaf það strax út að næsta tilboð eigendanna yrði mun óhagstæðara fyrir leikmenn sem fengju þá aðeins 47 prósent af innkomunni auk þess að lokað yrði á möguleika félaganna til að fara yfir launaþakið.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×