Vasadiskó: Tvær plötur væntanlegar frá Múm Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. nóvember 2011 09:56 Þeir aðdáendur Múm er hafa óttast aukin afskipti Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar í hljómsveitinni FM Belfast þurfa eigi að kvíða. Örvar greindi frá því í útvarpsþættinum Vasadiskó síðastliðin sunnudag að múm væri ekki bara að vinna að vinna að nýrri plötu - heldur líka tónlist við kvikmynd sem líklegt er að komi út sem önnur breiðskífa. Þar er sveitin m.a. að gera tilraunir við að færa sig í poppaðri áttir og hugsanlega verður þar að finna einhvers konar samstarf við aðra þekkta popplistamenn. þrjú ár eru liðin frá því að Múm gaf út plötuna Sing along to songs you don't know en sveitin er nú á málum hjá þýsku útgáfunni Morr music, eins og svo margir aðrir íslenskir tónlistarmenn. Íslenskum aðdáendum sveitarinnar gefst færi á að sjá þá Örvar og Gunna leika á tónleikum næstkomandi föstudag en þá endurvekur sveitin kynni sín við Sveim í svart/hvítu, áður árlegur viðburður Unglistar þar sem ungar rafsveitir léku undir nær aldagamlar þöglar svart/hvítar myndir. Múm kemur til með að spinna tónlist undir myndina The Cabinet of Caligari frá árinu 1919. Sveimið fer fram í Tjarnarbíó á föstudag, hefst á slaginu átta og er aðgangur ókeypis. Auk Múm koma þar fram Samaris, Futuregrapher (ásamt Trouble), Úlfur, DJ Flugvél og geimsskip og Pyrodulia. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Sívaxandi samfélag á Fésbókinni þar sem íslenskir grúskrara geta fengið vísbendingar um góða nýútkomna tónlist til þess að fylla á vasadiskóin sín. Ekki gleyma að smella á "like"-hnappinn. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þeir aðdáendur Múm er hafa óttast aukin afskipti Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar í hljómsveitinni FM Belfast þurfa eigi að kvíða. Örvar greindi frá því í útvarpsþættinum Vasadiskó síðastliðin sunnudag að múm væri ekki bara að vinna að vinna að nýrri plötu - heldur líka tónlist við kvikmynd sem líklegt er að komi út sem önnur breiðskífa. Þar er sveitin m.a. að gera tilraunir við að færa sig í poppaðri áttir og hugsanlega verður þar að finna einhvers konar samstarf við aðra þekkta popplistamenn. þrjú ár eru liðin frá því að Múm gaf út plötuna Sing along to songs you don't know en sveitin er nú á málum hjá þýsku útgáfunni Morr music, eins og svo margir aðrir íslenskir tónlistarmenn. Íslenskum aðdáendum sveitarinnar gefst færi á að sjá þá Örvar og Gunna leika á tónleikum næstkomandi föstudag en þá endurvekur sveitin kynni sín við Sveim í svart/hvítu, áður árlegur viðburður Unglistar þar sem ungar rafsveitir léku undir nær aldagamlar þöglar svart/hvítar myndir. Múm kemur til með að spinna tónlist undir myndina The Cabinet of Caligari frá árinu 1919. Sveimið fer fram í Tjarnarbíó á föstudag, hefst á slaginu átta og er aðgangur ókeypis. Auk Múm koma þar fram Samaris, Futuregrapher (ásamt Trouble), Úlfur, DJ Flugvél og geimsskip og Pyrodulia. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Sívaxandi samfélag á Fésbókinni þar sem íslenskir grúskrara geta fengið vísbendingar um góða nýútkomna tónlist til þess að fylla á vasadiskóin sín. Ekki gleyma að smella á "like"-hnappinn.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“